Eggja og gráðostabeygla

Sunnudagur, bit under the weather, ég þarf ost, bráðinn ost og nóg af honum! Þetta er beygla með osti, chilli sinnepi, steiktum lauk, linsoðnum eggjum, gráðosti og súrum gúrkum, sett í Foreman grillið með smjörpappír á toppnum. Serverað með Hellmans majó sem er kryddað með svörtum pipar og hindberjasultu. Holymoses!

Þynnkuloka

Ég fór í Frú Laugu og keypti speltbrauð sem er framleitt hjá Sandholti, þetta brauð er rosalegt! Á dögum sem þessum þegar upplitið gæti verið betra þá þarf ég eiginlega að innbyrða tvo hluti: Bráðinn ost og bacon! Þess vegna setti ég saman þessa rosalegu samloku á henni er: BrauðRjómaosturSlatti af ostiTvö lög af lúxusskinku…

Samloka með pestóskinku ásamt sætum kartöflum og grænmeti

Svei mér þá ég held að leiðin að hjarta mínu sé í gegnum bráðinn ost. Þetta er samloka með pestóskinku ásamt sætum kartöflum og grænmeti. Samlokan er svona uppbyggð: BrauðRjómaostur með sólþurrkuðum tómötumVenjulegur osturHunangssinnepSteiktur laukurPestóskinkaSveppirBBQ-sósaVenjulegur osturRjómaostur með sólþurrkuðum tómötumBrauð Sætar kartöflur eru skornar í jafna parta og steikt í smjörlíki og olíu á pönnu, síðan…

Lúxusborgarinn á Hamborgarasmiðjunni

Ég hef heyrt marga róma Hamborgarasmiðjuna uppá síðkastið og það var því með miklum spenningi sem ég parkeraði við Grensásveginn og gekk pínu smeykur inn á fyrrum strippbúlluna hans herra Goldfinger. Á móti mér tók stemming sem ég ímynda mér að finnist einungis á dænerum í USA. Miðaldra kona tók á móti okkur og kallaði…

Valhnetubrauð með Kraká-skinku

Hér höfum við valhnetubrauð úr Korninu smurt með kampavínssinnepi frá Stonewall (fæst í Hagkaup), camenbert, Kraká skinka með svörtum pipar frá Pylsumeistaranum og súrar smágúrkur. Gott snarl. Í Laugarneshverfinu eru margar perlur. Meðal annars Pylsumeistarinn sem ég hef fjallað um áður hér á síðunni, þar er hægt að fá bacon skorið eftir þykktum að eigin…

Texas Mac and Cheese borgarinn á Roadhouse

Roadhouse er líklegast uppáhalds hamborgarastaðurinn minn í dag, þeir eru ófeimnir við að taka áhættu í borgaraframboði og það væri gaman að sjá þá taka útfærslu á hnetusmjörs og eplaborgaranum mínum https://toddibrasar.wordpress.com/2013/01/14/gott-f-lk-h-rna-er-hann-kominn-besti-hamborgari/ Ég lét vaða að þessu sinni í Texas Mac and Cheese, ótrúlega hugrökk blanda af ostasósu, pasta, bacon og bbq-sósu Borgarinn kom mér…

Samloka með skinku og osti…dýrari týpan

Baleron skinkan hjá Pylsumeistaranum við Laugalæk er náttúrulega rosaleg, hún er léttreykt og bragðast góð ein og sér. Í þessa samloku notaði ég rússneska rúsínubrauðið úr Korninu (sem ég er með alvarlegt blæti fyrir). Svona er hún síðan uppbyggð: Slatti af osti – rauðlaukssulta – slatti af skinku – sterkt sinnep (slatti)  – steiktur laukur…

Austur evrópsk opin samloka

Pylsumeistarinn (Kjötpól) er frábær búð við Laugalæk, ég fer iðulega þangað og versla hnausþykkt bacon, gúrmei skinku og alls konar pylsur. Ég henti í þessa samloku til að verðlauna mig fyrir grimma æfingu í morgun. Brauðið fæst í Korninu og heitir rússneskt rúsínubrauð og er fáránlega gott, með rúsínum og kanilkeim. Ristaði það örlítið, svo…

Steikt ostasamloka með hunangsskinku og döðlum

Ég fór í Pylsumeistarann við Laugalæk og keypti alvöru reykta hunangsskinku. Ótrúlega gaman að kíkja þarna við, mæli með Fjalla-Eyvindar pylsunum. Í steikarsamlokuna notaði ég rússneskt rúsínubrauð sem fæst hjá Korninu, önnur brauðsneiðin er smurð með sterku sinnepi svo er hlaðið á osti, ég notaði Ísbúa og Gouda. Rauðlaukur, smátt skornar döðlu og skinkan fara…

Steikarsamloka með radísusósu og Ísbúa

Ég marineraði nauta innralæri upp úr rauðvín, olíu, sítrónusafa, soya, bbq og kryddum, stráði svo sesam yfir og lét standa í 2 klst. Steikti svo á pönnu og inn í ofn í 15 mín. Skar svo í þunnar sneiðar og setti í samloku með radísusósu, rauðlauk, tómötum, lambhaga, bbq sósu og þykku lagi af Ísbúa osti….