Þynnkuloka

Image

Ég fór í Frú Laugu og keypti speltbrauð sem er framleitt hjá Sandholti, þetta brauð er rosalegt!

Á dögum sem þessum þegar upplitið gæti verið betra þá þarf ég eiginlega að innbyrða tvo hluti: Bráðinn ost og bacon!

Þess vegna setti ég saman þessa rosalegu samloku á henni er:

Brauð
Rjómaostur
Slatti af osti
Tvö lög af lúxusskinku frá Pylsumeistaranum
Jack Daniels hunangssinnep
Piparostur
Slatti af hunangsbacon (steikja fyrst)
Slatti af osti
Rjómaostur
Brauð

Svo setur maður þetta í grill þar til osturinn vellur út um allt, þá er þetta sett á disk og borðað með smá sinnepi og góðri berjasultu

Þetta er algjör þynnkubani!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s