Pizza með pepperoni, bacon, gráðosti, piparosti og bönunum

Image

Ég elska heimatilbúnar pizzur, botninn er algjört lykilatriði, hjá flestum er botninn í aukahlutverki og fólk notar eitthvað drasl sem er lítið annað en hveiti og vatn.

Hér er minn pizzabotn (dugar á 1 plötu):
5 dl heilhveiti
Basil salt
Hvítlaukspipar
Svartur pipar
1 pk þurrger
Þurrkað basil
Hvítlaukssalt
2 msk hunang
2 dl dökkur bjór
1 dl volgt vatn

Þurrefnunum er blandað saman svo eru blautefnin sett saman við eitt af öðru og hnoðað vel, deigið látið hefast í ca 20 mín og hnoðað aftur, flatt vel og jafnt út.

Áleggið er (í þessari röð):

Pizzasósa
Pizzaostur
Pepperoni
Bananar
Piparostur
Gráðostur
Bacon
Parmesan

Það er mjög mikilvægt að forelda bacon-ið svo það verði crispy, parmesaninn er rifinn yfir þegar pizzan er tilbúin, pizzan er svo bökuð við 180°c í ca 20 mínútur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s