Cajun flensusúpa

Image

Á köldum degi þegar kvefið sækir á jafnast fátt á við góða eitursterka súpu.

Þetta er í raun frekar basic stöff, hérna er uppskriftin:
1 L Tómatdjús
1 dós skornir tómatar
1 dós tómatpuree
2 rauðlaukar
Slatti af hvítlauk
1 ferskur chilli
1 gul paprika
2 sellery stönglar
3 kjúklingabringur
Salt
Pipar
Þurrkað chilli
Kúmen
Basil
…og fleiri góð krydd eftir smakki

Bringurnar eru eldaðar og kryddaðar með CajunBBQ kryddi, skornar í litla bita og settar til hliðar.
Rauðlaukurinn og hvítlaukurinn er steiktur í olíu þar til hann byrjar að brúnast, þá er restinni af grænmetinu dembt útí og síðan tómatjukkinu.

Látið malla vel í ca 20 mín, kryddað eftir smekk og kjúklingurinn settur útí ca 10 mín áður en þetta er serverað.

Nachos, sýrður rjómi og rifinn ostur er svo skylda…sem og ískaldur ljós bjór.

Allra meina bót!

Image

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s