Hnetusmjörsborgari með grænu epli

HEf gert svipaðann þessum áður, þetta er rosalegt! Hamborgari með cheddar osti, bacon, hnetusmjöri, rauðlaukssultu og grænu epli. Serverað með frönskum og hunangssinnepssósu, allt þetta smellur fullkomnlega saman, bragðast best með léttum öl. En Töddi, er þetta hinn fullkomni hamborgari? Hann er nálægt því…hann er ansi nálægt.

Mexíkósk beygla

Já þetta gerðist! Baconvafin kjúklingabringa böðuð í trufflusinnepi á beyglu með bacon-smurosti, Jack Daniels BBQ-sósa og smá Hellmans, ostastrimlar á toppinn og serverað með BBQ-Doritos. Laufléttur mánudagur!

Bratwurst beygla með bacon og bbq sósu

Beygla með bratwurst pylsu, bacon og bbq-sósu. Steikti pylsurnar og skar rauf í þær og setti rautt Dijon sinnep með papriku og hvítlauk (fæst í Nóatúni), ég þakka Tómasi Hermannssyni fyrir ábendinguna. Beyglurnar eru smurðar með rjómaosti með sólþurrkuðum tómötum, pylsur þar ofan á, svo bacon, ostur, bbq-sósa og tómatsneiðar. Serverað með sýrðum rjóma. Einkunn:…

Hamborgari með hnetusmjöri og grænu epli

Gott fólk, hérna er hann kominn, besti hamborgari sem ég hef hrist fram úr erminni…á ævinni! Baconborgari með cheddar, hnetusmjöri og lauksultu. Hnetusmjöri makað á heitt brauðið. Lauksulta sett ofan á botnlokið, hamborgari með cheddar og svo 3 sneiðar crispý bacon. Ómæómæ! Einkunn: 9,5, baconið og hnetusmjörið voru í sleik allan tímann og lauksultan horfði…

Roadhouse – T-model

Fór á Roadhouse í gær. Þetta er T-model borgarinn með bacon-i. Ljómandi gott stöff. Frönskurnar eru tvísteiktar, mjög gott í byrjun en verður þreytt til lengdar. Kjötið var fyrsta flokks og meðlætið ágætt. Ég hefði þó viljað sjá meira úrval af borgurum hjá þeim. Einkun: 8,0

Uno – Rustic borgari

Fór á UNO í hádeginu, fékk mér þennan rosalega borgara, hann var mjög sérstakur með mjög distínktivt reykbragð og ítalskan keim. Hérna er lýsingin af matseðlinum: „Rustic“ 140g Italian hamburger with cheese, tomato aioli, Prosciutto di Parma, romaine lettuce, mushrooms, red onion, chili and home-made ketchup. Served with chili-parmesan fries and tomato aioli. Einkunn: 9,0,…

Kjúklinga og bacon samloka

Í kvöld var brasað! Kjúklinga og bacon samloka, með camenbert, bbq-sósu, létt majó og dijon sinnepi. Serverað með sætum og venjulegum frönskum, sweetchilli-jógúrtsósu og spínat-salati með feta. Gúrmei bras! Einkunn: 8,5

Ruby Tuesday – BBQ Steakhouse borgari

Þetta er BBQ Steakhouse borgari á Ruby Tuesday, algjör hnulli, með laukstráum, bbq-sósu, nóg af sinnepi og mæjó. Virkilega góður borgari, nóg af kjöti, full mikið af frönskum og algjört lykilatriði að fá sér hunangs-sinnepssósu með. Einkunn: 8,5

Hamborgarafabrikkan – Herra Rokk

Hamborgarafabrikkan, Herra rokk. Virkilega góður borgari, gráðostur, egg, beikon..mmm beikon! Væri brill að bæta við sultuðum rauðlauk til að vega uppá móti ostinum. Eini mínusinn við þennan rétt eru fröllurnar, mér finnst þær vera annars flokks, framsetningin er annars ágætt þó svo diskurinn mætti vera minni. Einkunn: 8,0

Krydd & kavíar – hamborgari

Hamborgari með bacon (mmm bacon) hrásalat, gular baunir (að sjálfsögðu) og kartöflubátar frá Krydd og Kavíar (a.k.a. Lítið krydd og engin kavíar). Frekar bragðlaust kjöt, þunnur og seigur borgari, brauðið var ekki hitað og sósurnar voru bragðlausar. Einkunn: 5,0 (draslflokkur)