Beygla með bratwurst pylsu, bacon og bbq-sósu. Steikti pylsurnar og skar rauf í þær og setti rautt Dijon sinnep með papriku og hvítlauk (fæst í Nóatúni), ég þakka Tómasi Hermannssyni fyrir ábendinguna. Beyglurnar eru smurðar með rjómaosti með sólþurrkuðum tómötum, pylsur þar ofan á, svo bacon, ostur, bbq-sósa og tómatsneiðar. Serverað með sýrðum rjóma.
Einkunn: 8,5, obbosins bras!