Bananabrauð með kanil

Bananabrauð. Þegar maður er hálf veikur heima, brjálað veður úti þá er fátt betra heldur en að smella í bananabrauð. Volgt bananabrauð með smjöri og osti getur læknað ótrúlegustu kvilla.

Uppskrift:
2 vel vel þroskaðir bananar
150gr sykur
1 egg
150 gr heilhveiti
100gr hveiti
0,5 tsk matarsódi
1 tsk kanill
1 tsk salt
1 tsk vanilludropar

Aðferð:
Þeyta saman sykur og egg, setja stappaða banananana saman við. Blanda saman þurrefnum og dassa útí deigið. Setja í smurt form og baka í ca 40 mín við 180°c.

Einkunn: 8,5 úrvals bananabrauð

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s