Ofur-nachos!!
Var með tvenns konar flögur sem ég raðaði á brúnirnar á stórum disk. Síðan kom þetta í nokkrum lögum. Fyrst var nautahakk, síðan refried baunir, ostasósa og salsasósa. Bacon þar ofan á, rifinn cheddar, guacamole og sýrðum rjómi.
Nautahakkið var steikt með rauðlauk, hvítlauk, gulum baunum og bbq-sósu. Síðan setti ég allt fjallið í ofn við 90°C í nokkrar mínútur til að bræða ostinn.
Einkunn: 9,0, lauflétt á laugardegi