Bacon vafin kjúklingabringa með hunangsristuðu grænmeti. Ótrúlegt hvað bringurnar verða mjúkar og djúsí þegar maður vefur gljáandi bacon-inu utan um. Wok-grænmetið er ristað létt á pönnu (ná frostinu úr) síðan set ég 3 msk af rauðu Dijon sinnepi og 2 msk af hunangi og rista vel og jafnvel brenni smá því þannig fíla ég það.
Einkunn: 8,5 hollustu hamingja