Mexíkósk nautalund


Erlendar ungnautalundir voru á tilboði í Krónunni, nýtti tækifærið og smellti mér á eina slíka. Það var reyndar ansi mikil fita, sinar og annað sem fylgir yfirleitt ekki þegar maður kaupir íslenskar lundir en lét mig hafa það, kutinn vann yfirvinnu fyrir eldun.

Ég ákvað að lundin væri frá Mexíkó því hvergi var tekið fram hvert upprunalandið væri og því var meðlætið allt í þá áttina: Heimagerð salsa, guacamole, sætar kartöflur með hvítlauk og rósmarín, smjörsteiktar strengjabaunir og nachos.

Salsað var svona: Tómat-púre soðið saman með lauk, hvítlauk, olívu-olíu, papriku og ferskum chilli, kryddað að fullkomnun.

Gaucamole-ið var mjög basic, keypti svona gúrmei mix í Kosti (hægt að fá nokkrar tegundir) stappað saman við 2 avocado, ótrúlega ferskt og gott.

Steikina snyrti ég vel og steikti ég úr miklu smjöri, kryddað með Jamie Oliver BBQ-kryddinu, salti og pipar, sett í ofn þar til kjarnhitinn nær 60°c og þá er hún alveg gúúúrmei! Reyndar var augljóst að þessi steik hefur verið frosin í einhvern tíma, það var þannig keimur af henni, en hún var mjúk og kryddið gott.

Einkunn: 9,0 ljómandi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s