Oooh ég elska góðan hamborgara. Ég er nýbúinn að koma mér upp forláta kolagrilli, agnarsmátt en brúklegt.
Sólin skein og hamborgaraþörfin knúði mig áfram, ég átti ekki hamborgarabrauð en notaðist við múslíbrauð frá Jóa Fel.
Ég meika eiginlega ekki svona tilbúna borgara lengur, ég mixaði saman UN-hakk hvítlauk, parmesan, olíu, salt, pipar og reykta papriku og skipti í þykka en jafna borgara.
Meðlætið var svo bbq-sósa sem var sett ofan á í lok grilltímans ásamt þykku lagi af osti, rauðlaukur, tómatar, íssalat frá Lambhaga og bearnaise.
Franskar fengu svo að fljóta með úr ofninum.
Dásamlegt!