Nautalund í parmesanhjúp

Í staðinn fyrir hið hefðbundna páskalamb ákvað ég að halda áfram með tilraunir mínar til að elda fullkomna nautalund, þetta getur orðið ansi dýrt grín þar sem nautalund er líklegast dýrasta kjöt sem hægt er að fá.

Það er algjört lykilatriði að snyrta lundina vel, ná burtu sinum öðru slíku, hitt lykilatriðið á móti er smjör og aftur smjör. Það er engin fita á nautalund og þess vegna þarf að bæta það upp.

Ég útbjó marineringu sem heppnaðist gríðarlega vel. Ég er ekki hrifinn af mælieiningum og þetta er allt slumpað hjá mér, biðst afsökunar á því.

Marinering:
ca 3 dl ólívuolía
ca 3 msk soyasósa
ca 3 msk hunang
Safi úr 1 sítrónu
5 saxaðir hvítlauksgeirar
slatti af rósmarín
6 gulrætur
Nóg af rifnum parmesan
Chilli pipar
ImageImage
Ég lét kjötið liggja við stofuhita í fatinu sem ég bakaði það í í ca 3 klst, þá steikti ég það upp úr miklu smjöri til að loka því og lét það svo hvíla aftur í fatinu í ca hálftíma.

Þegar kjötinu hefur verið komið vel fyrir í fatinu er piprað vel og parmesan síðan hrúgað yfir (allt eftir smekk).
Image
Svo er þetta bakað við 180°c þar til kjarnhiti er kominn í ca 58°c, þá er það látið standa í ca 20 mínútur áður en það er sneitt og sett á disk, þá er ágætt að salta ef þarf og bæta við pipar og parmesan (fæ ekki nóg af því).
Image
Þetta var síðan borið fram með kartöflusalati, bearnaise-sósu, maísbaunum, rauðrófum og pik-nik stráum.

Rosalegt stöff, kjötið var lungamjúkt og mjög bragðgott, hunangið, rósmarín og parmesanið voru heldur betur að tala saman.
Image

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s