Heitt eplapæ,eplabaka, eplacrumble eða hvað sem fólk vill kalla þetta. Ég er með alvarlegt blæti fyrir góðu eplapæi. Þessi uppskrift er í grunninn fengin að láni frá móður minni.
Uppskrift:
4 epli
kanill
salthnetur
125gr hveit
125 sykur
125 smjör kalt
1 plata karamellusúkkulaði
Eplin eru skræld og skorin í litla bita, raðað í form og kanil stráð yfir. Súkkulaðinu er svo troðið inn á milli. Sykur, hveiti og smjörið (í teningum) er svo sett í matarvél og mixað vel saman og svo hnoðað saman, þarf ekki að vera einn köggull.
Deigið er svo mulið yfir og salthnetum stráð yfir (eins mikið og hver vill).
Þetta er svo bakað í ca 40 mín á 200°c.
Dásamlega sætt og frábært með vanilluís, súkkulaðið og karamellan fljóta ofan á eplunum. Einn gesturinn benti á að það væri líka mjög gott að nota hrásykur í staðinn fyrir hvítan sykur og að haframjöl myndi gera þetta extra crunchy, prófa það næst.
Þetta var bara fyrsta tilraun, næsta verður awesome!
Ein athugasemd Bæta þinni við