Spagettí carbonara

Image

Carbonara er svona alvöru trít-réttur, fullt af rjóma, beikon, hvítlauk osfrv. Ég notaði tagliatelle pasta, mér finnst það meira spennandi heldur en venjulegt. svona er uppskriftin:

Tagliatelle
Hunanagsbeikon
1 box sveppir
75 gr smjör
4 hvítlauksrif
0,25 l rjómi
1 eggjarauða
1 msk piparrjómaostur
Slatti af rifnum parmesan
1 eggjarauða
Salt & pipar

Tagliatelleð er soðið og kælt, beikonið bakað þar til crispy, sveppirnir steiktir úr hvítlauk og smjöri, svo er rjóminn settur útí
og rjómaosturinn, hrært vel, eggjarauðan er svo viskuð útí og látið malla aðeins. Pastað er svo blandað saman við og kryddað að smekk. Áður en borið fram dælir maður parmesan yfir allt heila klabbið.

Með þessu hafði ég heitt baguette brauð með smjöri og mangó salat:

Klettasalat
Mangó
Ristaðar pecan-hnetur
Döðlur
Balsamic sýróp

Damn it, hefði átt að taka fallegri mynd af öllu borðinu, þið verðið bara að sjá fyrir ykkur gula mangó bita á fallega grænu salati, snyrtilega sett upp í viðarskál við hliðina á pastanu.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s