Ég fékk fyrirmæli um að græja desert sem væri ekki að springa úr kaloríum, súkkulaði eða hnetugumsi…þetta reyndist mér erfitt.
Þetta er trifle með makkarónum, brómberjum, bönunum og kaffikaramellusósu.
Kaffikaramellusósan er frá Stonewall Kitchen og þykir mér líklegt að hún sé framleidd á himnum..alla vega pökkuð þar.
Í botninn set ég muldar makkarónur og sósu, síðan kemur vanillukrem sem inniheldur:
Vanilluskyr
Þeyttan rjóma
Vanillubúðingsduft
Ég mældi þetta ekkert heldur bara smakkaði saman þar til ég fékk rétta útkomu, þetta er allt smekksatriði.
Síðan koma sneiddir bananar, smá sósa, meira krem, svo brómber og makkarónur og enn meiri sósa.
Ég hitaði sósuna þannig að hún var aðeins runny.
Karamella
Makkarónur
Brómber
Vanillukrem
Bananar
Karamella
Vanillukrem
Karamella
Makkarónur
BIngó!