Bláberja og kókosmúffur

Image

Á svona sunnudögum eins og er í dag, sólin skín, það er frískandi frost í loftinu en vorið er alveg að koma, er nauðsynlegt að baka eitthvað huggulegt.

Að þessu sinni skellti ég í amerískar bláberja og kókos múffur.

Ótrúlega bragðgóðar og mjúkar, fullar af berjum og ferskleika.

Uppskrift:
25gr bráðið smjör
1 egg
75 gr sykur
1 dós kókos jógúrt
1 tsk vanilludropar
130 gr hveiti
30 gr kókosmjöl
1/2 tsk salt
1 tsk lyftiduft
1 askja (125gr) bláber

Aðferð:
Eggið og sykurinn er þeytt vel saman, smjörinu síðan blandað vel við. Jógúrtinni og dropunum er svo hellt útí og hrært vel á milli.
Þurrefnunum er blandað vel saman og bláberin eru sett saman við. Þessu er síðan bætt útí deigblönduna og hrært vel á milli.
Sett í muffins form og bakað í ca 25 mínútúr við 180°c.

 

Image

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s