Jarðaberjasnúðar með ostakökukremi

Image

Það er gaman að leika sér með klassískar uppskriftir, hérna er mitt twist á hefðbundnum kanilsnúðum…jarðaberjasnúðar!

Uppskrift:
500 gr hveiti
100 gr sykur
0,5 pk þurrger
1 tsk salt
1 tsk vanillusykur
1 dós kaffijógúrt
0,5 dl nýmjólk
80 gr mjúkt smjör

Fylling:
Bráðið smjör
Jarðaberjasulta
Fersk jarðaber
Kanill

Glassúr:
1 pk lítill rjómaostur
50 gr mjúkt smjör
2 msk nýmjólk
0,5 tsk vanilludropar
ca 150 gr flórsykur
Smá salt
Kókosmjöl

Aðferð:
– Þurrefnum er blandað saman, svo eitt af öðru er hitt sett útí, hnoðað vel. Deigið látið hefa sig í ca 30 mín.
– Deigið er hnoðað og flatt út í ferkantað, smurt með smjöri, ekki út í enda samt, sultu og niðurskornum jarðaberjum dreift yfir, kanil sáldrað yfir í restina.
– Deiginu rúllað varlega upp í pulsu, skorið í jafnþykkar sneiðar og sett á bökunarplötu. Bakað við 180°c í ca 20 mín, passa að fylgjast vel með.
– Rjómaostur og smjör er hrært vel saman og síðan restin sett útí, hægt að þynna með með meiri mjólk eða þykkja með sykrinum, þarf að vera vel „lekandi“, síðan sallað yir snúðana meðan þeir eru volgir, kókosmjöl á toppinn.

Image

Image

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s