Það þarf ekki allt í þessum heimi að vera flókið.
Þetta er penne-pasta salat með rauðlauk og döðlum.
Innihald:
Penne-pasta
Jamie Oliver pasta sósa
Rauðlaukur
Gul paprika
Döðlur
Smjör
Salat
Maísbaunir
Rifnar gulrætur
Brauðteningar
Anískrydd
Salt
Hvítlaukskrydd
Pastað er soðið, þegar það er klárt er laukur, paprika og döðlur steikt úr smá smjöri, kryddað með salti, anís og hvítlauki. Pastanu og sósunni síðan skellt útí.
Sett á salatið, kannski smá parmesan yfir og borið fram með baguette með smjöri, létt en ó svo bragðgott, anísinn gælir við mann.