Grænkálsflögur

Nú munu einhverjir verða hissa…en ég prófaði mig áfram með bakað grænkál til að búa til hollara snakk. Ég er allur í þessu þessa daganna, djúpsteikt blómkál, bakað brokkólí með chipotle og chilli og svo núna grænkálsflögur.

2020-04-26 20.53.33

Ég smakkaði þetta nýlega og varð mjög skotinn í þessari pælingu og þetta er ekkert sérlega flókið.

Eina sem þú þarft:

  • 1 poka af grænkáli
  • Ólívuolíu
  • Krydd

Lykillinn hérna er að rífa stilkana af kálinu og rífa það svo í hæfilegar stærðir. Svo þarf að skola kálið og þurrka það vel á eftir. Þú vilt ekki fá soggí flögur.

Svo set ég smá olíu í skál og bæti smá chilliolíu, þessari einföldu ódýru sem fæst i Krónunni:

2020-04-26 21.02.15

Hún er merkilega góð. Kálið fer ofaní skálina og ég nudda olíunni vel í laufin.

Þessu næst raða ég flögunum á bökunarpappír í eitt lag, passa að þær liggi ekki ofan á hvor annarri…aftur, þú vilt ekki soggí flögur.

2020-04-26 21.08.21

Svo sáldra ég kryddblöndu sem samanstendur af salti, hvítlaukssalti, basil og reyktri papriku. Smá svindl í þessu þetta hvítlaukskrydd sem fæst í Costco, það gengur við allt.

Svo baka ég þetta samtals í 30 mín við 150°C en eftir 15 mínútur sný ég kálinu. Eftir bökun læt ég það bíða í ca 5 mínútur áður en hægt er að bera það fram.

2020-04-26 21.19.04

Hér gildir að sjálfögðu að það þarf að fylgjast vel með ofninum, ef flögurnar byrja að brenna, ertu í veseni. Ef þær eru ekki orðnar stökkar eftir 30 mín…bíddu aðeins lengur.

Ok ok, í fimm einföldum skrefum er þetta svona:

  1. Þvo kálið og þurrka vel
  2. Fjarlægja stilka og rífa niður í hæfilegar flögur
  3. Nudda olíu í hverja flögu en ekki of mikla olíu
  4. Velja krydd sem passa vel saman
  5. Fylgjast vel með ofninum svo þú lendir ekki í bruna

2020-04-26 21.48.32

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s