Baconvafin kjúklingabringa með hnetusmjöri

Kjúklingurinn er forsteiktur og chillikryddaður í Formanninum, síðan er önnur hliðin smurð með hnetusmjöri og vafin síðan í hunangsbacon. Meðlæti er síðan marokkóskt kúskús og og wok-grænmeti sem er steikt upp úr vandræðalega góðri teriyaki sósu (sem fæst í Kosti) Tiltölulega létt og gott gúrmei bras 🙂