Puttamatur? Fingrafóður?

Puttamatur! Ég hugsa alltaf um Gúlliver í Putalandi þegar ég heyri einhvern segja…Puttamatur, það er líka erfitt að segja puttamatur án þess að beinlínis hrópa það….PUTTAMATUR!. Reyndar er puttamatur mjög ósjarmerandi orð, fingrafóður er jafnvel enn verra. Pylsur í teppi og beikonvafðar döðlur teljast samt varla sem forréttur þannig að eitthvað þarf maður að nefna…