Sólin skín, ég bruna ásamt föruneytinu inn Biskupstungurnar, það er glymrandi gott sing-a-long í gangi, allir í góðum fíling, við erum nefnilega á leiðinni á leynistað, hálfgerðan svindlstað. Í miðri eyðimörkinni rís bær er nefndur er Flúðir. Mikið hitasvæði þar sem gerðar eru rannsóknir á sjálfbærum orkuiðnaði og jarðvarma. Höfuðborg sveppanna á Íslandi. Miðpunktur sumarbústaðabyggðar…