Sesar-salat er einfalt og hægt að útfæra eins og maður vill. Sigurður Guðmundsson vínráðgjafi TB endurnýjaði dálæti mitt á þessum stórkostlega rétti. Ég gerði síðan mína útgáfu. Skera niður kjúklingabringur og velta upp úr eggi, blanda síðan saman raspi og Hickory BBQ kryddmixi og velta bitunum upp úr, í eldfast mót og í ofn í ca 40 mín, serverað með spínati, ólívum, feta og fleira góðgæti.
Einkunn: 8,5