Krókódílasteik!

Fékk nokkrar hugmyndir að láni frá The BBQ Boys. Gerði mína útfærslu á kjöthleifnum þeirra. Notaði nautahakk fyllt með hvítlauk, rauðlauk, parpiku og chilli. Vafið innan í bacon-teppi og löðrandi í bbq-sósu. Svona gerði ég það:

Byrjaði á því að skera grænmetið smátt, flatti síðan út nautahakkið eins og ég væri að fara gera pizzu og setti allt grænmetið öðrum megin og bbq-sósu hinum megin, kryddaði með Jamie Oliver bbq-kryddi sem inniheldur meðal annars kúmen og annað gúmmelaði.

Svo vafði ég teppi úr bacon-i og setti utan um hleifinn sem ég hafði brotið saman.

Því næst var hleifnum sveiflað yfir á grillgrind og smurt vel af bbq-sósu.

Smá salt og pipar og inn í ofn í ca 40 mín á 150gráður, tók þá út og penslaði aftur með bbq, setti á 200 gráður blástur til að krispa bacon-ið í ca 20 mín.

Krókódíllinn klár, krispý og fínn, ég hefði viljað snúa honum við og krispa bacon-ið undir líka en hætti ekki á að hann myndi detta í sundur. Með þessu hafði ég svo grænemti sem ég steikti upp úr Dijon og sweet chilli, kartöflur og piparsósu.

Svona á þetta svo að líta út eftir eldun:

Sérstakar þakkir fá gestirnir sem þorðu að taka sénsinn, verð að viðurkenna að ég var mjög stressaður með þetta þar sem ég hef ekki reynt þetta áður. Mér fannst það gefa extra touch að hafa hrásalat og sultu með þessu. Gott stöff, á eftir að taka þetta lengra næst.

Einkunn: 8,0

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s