Sem aðdáandi breskrar matargerðar þá er ég mjög metnaðarfullur þegar kemur að bacon-i, hrærðum eggjum og baunum. Ég horfði á nokkra þætti með Heston Blumenthal um helgina, hann er breskur kokkur sem spáir í efnafræðilegri samsetningu matsins sem við borðum. Hann tekur fyrir eitt hráefni í hverjum þætti. Frábærir þættir og hægt að horfa á þá frítt á YOUtube, hér er linkur á þáttinn þar sem hannm tekur fyrir egg, bráðskemmtilegt: http://youtu.be/3gbgSCV9hbM
Ég gerði hrærð egg í kvöld, og hrærði þau með mjólk, hvítlaukskryddi, salti og bráðnu smjöri, passaði svo uppá að elda ekki of mikið, þetta var ótrúlega gott, smooth og ríkt bragð.