Cannelloni Lasagne

Tómas Hermannsson sálfræðingur og Laugarness-barón benti mér á þennan einfalda rétt.
Innihald:
Skinka
Lasagne plötur
Ostur
—————-
Tómatmauk
Pastasósa
Laukur
Chilli
Hvítlaukur
Agave sýróp
Basil
Krydd
——————
Gratín-ostur
——————-

Ég fór í Pylsumeistarann á Laugalæk og náði mér í gúrmei hunangsskinku sem ég notaði í réttinn.

Maður byrjar á því að leggja lasagne plötur í bleyti í ca 30 mín, ég notaði bæði spínat- og eggjaplötur. Þegar þær eru orðnar mjúkar leggur maður skinkuna og ost ofan á og rúllar upp.

Þessu næst er þessu raðað í eldfast mót. Síðan er það sósan. Steikja saman chilli, lauk og hvítlauk, hella tómatmauki og basil-pastasósu útí og láta malla, ég setti líka dass af agave-sýrópi auk pipars og timian. Síðan hellir maður sósunni yfir og stráir gratín-osti yfir. Í ofn í 40 mínútur og voila! Gúrmei stöff á einfaldan máta, borið fram með hvítlauksbrauði og spínatsalati.

Einkunn: 8,5

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s