Internetið er undratól, þar lærði ég um lystisemdir þess að skeyta saman ýmsum réttum. Um helgar finnst mér gaman að baka og ég fann á netinu concept sem heitir Slutty Brownies. Basically þá þýðir það að skeyta saman brownies-köku, blondie-köku og Oreo kexi. Svona segir internetið að þær eigi að líta út:
Hér er mitt twist á uppskriftinni:
Brownies:
150 gr ósaltað smjör
250 gr sykur
100 gr kakó
1/2 tsk salt
2 tsk vanilludropar
2 egg
70 gr hveiti
Pekan hnetur
Oreo:
Einn pakki af Oreo kexi
Blondie:
120 gr ósaltað smjör (stofuhita)
50 gr púðursykur
100 gr sykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
170 gr hveiti
1/2 tsk salt
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk lyftiduft
Súkkulaðidropar
Aðferð:
Brownies:
Bræðið smjör og hrærið svo saman við sykrinum og kakóinu, takið af hitanum. Bætið í salti, dropum og eggjum og hrærið vel á meðan. Bætið svo hveitinu smátt og smátt og hrærið vel á meðan. Setjið til hliðar.
Blondies:
Þeytið smjör og sykur, setjið egg og dropa, blandið vel. Bætið við þurrefnum og súkkulaði í endann.
Blondie-deigið er lagt í botninn á smurðu formi,
því næst raðar maður Oreo-inu
og hellir svo brownie deiginu yfir og raðar pekan-hnetunum.
Bakað við 170 gráður í ca 35 mín. Bragðast best ylvolgt með ferskum vanillu ís og rótsterku kaffi.
Ein athugasemd Bæta þinni við