Fylltar grísalundir…taka2

Ég hef áður fjallað um fylltar grísalundir. Þá notaði ég græn epli og döðlur. Að þessu sinni langaði mig að taka þetta á næsta level…og vefja því inn í bacon.
Byrjaði á því að snyrta lundirnar vel þeas fjarlæga fitu og sinar, síðan skar ég í hana miðja og flatti út.

Ég var með tvenns konar fyllingar, annars vegar gulrætur, hvítlauk, rauðlauk og rjómaost með sólþurrkuðum tómötum og hins vegar Dijon sinnep, furuhnetur, fetaost og döðlur. Siðan til að halda þessu saman tyllti ég með tannstönglum og vafði svo bacon-inu utan um.

Meðlætið var svo sætar og venjulegar kartöflur, rauðlaukur og hvítlaukur með rósmarín, steikt fyrst á pönnu og svo í ofn í 40 mín.

Lundirnar brúnaði ég líka á pönnu og svo í ofn í ca 35 mín. Salat og rauðvínssósa úr pakka (sem voru mistök).

Einkunn: 8,0, ágætis stöff en rauðvínssósan var ekki að gera sig.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s