Smellti mér í AC Milan treyjuna mína, setti Morricone á fóninn og hugsaði um sumarhita meðan ég brasaði kjúklingapasta með beikáni (í dag kalla ég það beikán (með amörískum hreim)), hvítlauksristuðum sveppum og rjómasósu. Þetta er svona semi-carbonara, ég nota enga eggjarauðu í sósuna, set frekar ost.
Innihald:
200 gr litlir sveppir (skornir í tvennt)
100 gr smjör
Steinselja
Hvítlaukur að vild
3 kjúklingabringur
Ca hálfur poki tagliatelle pasta (300gr?)
9 sneiðar crispy beikán
4 dl rjómi
Hálfur villisveppaostur
Meðlæti:
Spínat
Parmeggiano
Hvítlauksbrauð
Það er algjört lykilatriði að ná beikáninu vel crispy en ekki brennt. Gott beikán er list! Mér finnst best að nota Foremanninn, pipra aðeins. Bringurnar eru líka grillaðar á sama hátt.
Pastað er soðið og kælt. Sveppirnir steiktir í öllu smjörinu ásamt hvítlauknum og steinseljunni, passa að þeir drekki vel í sig smjörið.
Rjóminn soðinn með ostinum og sveppunum bætt útí, látið malla aðeins. Kjúklingurinn og beikánið útí og pastað í restina, hræra vel saman. Smakkið sósuna og kryddið eftir smekk.
Einkunn: 9,0 pastalapasta….baby!