Það var nostrað við þennan risafugl. Hann var sprautaður með smjöri, appelsínusafa og hlynsírópi.
Í fyllinguna notaði ég Stove Top fyllingu en bætti við hvítlauk, rauðlauk, appelsínum, kanilstöngum og smátt söxuðum döðlum.
Eldun:
Nú, þegar kvikindið er þiðið og búið að skola það og reita fjaðrarestar af þá er hann sprautaður með smjörblöndunni, undirhúðina og aðeins í bringuna. Salt, pipar og krydd að vild.
Eldun fyrir svona 6 kg skrímsli er ca 3,5 klst á 170°c eða þangað til lærið er komið í ca 78°c. Fyrstu tvo tímana er dýrið með álpappír yfir bringunum svo þær skrælni ekki, það er mikilvægt að hella yfir á ca 45 mín fresti.
Síðustu 3 korterin breiði ég bacon-teppi yfir og hækka hitann í 200°c. Síðan þarf hann að standa í 30 mín áður en maður serverar.
Meðlæti:
Sætkartöflumús með hvítlaukssveppum, villisveppasósa, maísbaunir og rauðrófur.