Einn af helstu kostum þess að halda stórt matarboð eru afgangarnir, ég er búinn að borða talkúm kalkún í öll mál frá því á páskum. Að þessu sinni notaði ég meðlætið, sæt kartöflumús, villisveppaostasósa og kalkúnafylling. Tvær pólskar pylsur úr pylsubúðinni á Laugalæk (mæli með því að þið kíkið þangað!) og extra þykkt bacon. Skar í pylsurnar og laumaði sinnepi í sárið.
Það er mikið rætt um sykurneyslu í vinnunni minni en í þessum rétti er ekki eitt gramm af sykri, bara fita, kjöt og dásemdin ein. Atkins væri stoltur af mér.