Steikarsamloka með radísusósu og Ísbúa

Ég marineraði nauta innralæri upp úr rauðvín, olíu, sítrónusafa, soya, bbq og kryddum, stráði svo sesam yfir og lét standa í 2 klst.

Steikti svo á pönnu og inn í ofn í 15 mín. Skar svo í þunnar sneiðar og setti í samloku með radísusósu, rauðlauk, tómötum, lambhaga, bbq sósu og þykku lagi af Ísbúa osti. Osturinn er ótrúlega gott mótvægi við saltbragðið af kjötinu.
Með þessu voru svo kartöflubátar og hunangssinnepsdressing.

Færðu inn athugasemd