Puttamatur? Fingrafóður?

Puttamatur! Ég hugsa alltaf um Gúlliver í Putalandi þegar ég heyri einhvern segja…Puttamatur, það er líka erfitt að segja puttamatur án þess að beinlínis hrópa það….PUTTAMATUR!. Reyndar er puttamatur mjög ósjarmerandi orð, fingrafóður er jafnvel enn verra. Pylsur í teppi og beikonvafðar döðlur teljast samt varla sem forréttur þannig að eitthvað þarf maður að nefna…

Pylsur í mexíkósku teppi

Svo einfalt, slísí en gott. Þetta eru pylsur pakkaðar inn í tortillakökur, fullt af osti, salsa-sósu og maísbaunum. Þetta er eins einfalt og ein máltíð getur orðið. Tortillan er coveruð með osti, pylsur þar ofan á, salsa ofan á það, maísbaunir, meiri ostur, önnur tortilla þar ofan á, pakkað inn og sett í Foreman grill…