Á sunnudögum má maður nú aðeins. Datt í nostalgíu og hræðri Royal búðing og þeytti rjóma.
Til að fríska aðeins uppá og tvista þetta aðeins þá setti ég Jonagold-epla bita útí karmellu búðinginn og stráði svo kókos yfir. Setti síðan banana og hnetukurl yfir súkkulaði búðinginn. Rótsterkt kaffi þurfti svo til að stemma þetta kruðerí af.