Sir Wellington…Beef Wellington

Ég var rosalega stressaður fyrir þessu. Búinn að lesa mikið og horfa á marga Youtube-þætti um Wellington steikur, það er auðvelt að klúðra þessu. Fór í Kjöthöllina og keypti nautalund (sem inniheldur líklegast demantaryk miðað viðverðið á henni). Byrjaði á því að brúna lundina á öllum hliðum og kældi svo niður til að stífa hana aftur.

Þessu næst saxaði ég saman sveppi og rauðlauk, ætlaði að hafa kastaníhnetur líka (chestnuts) en fann þær hvergi sama hvað ég leitaði.

Passa að saxa þetta MJÖG smátt, síðan er þetta steikt þar til þetta er orðið að nokkurs konar mauki.

Síðan er lundin smurð með sterku Dijon sinnepi og maukið sett ofan á.

Þá byrjar smá föndur. Byrja á því að leggja niður plastfilmu, síðan nokkrar sneiðar af parma-skinku, smá sveppa/lauk-mauk, lundin ofaná, parma-skinka þar ofan á svo er að rúlla saman.

Passa að rúlla þétt og reyna hafa pulsuna jafna svo hún eldist jafnt, þessu er síðan skellt í ísskáp í ca 15 mín til að stífna frekar.

Síðan er fílódeigið rúllað út og vafið utan um steikina, skerið auka deig í burtu og penslið með eggjarauðu. Muna svo að skera rákir í deigið svo að gufan úr kjötinu komist upp.

Þetta er síðan bakað í ca 30mín (veltur á því hvernig þú vilt hafa steikina).

Borið fram með kartöflubátum, piparsósu og spínati, þetta var algjört gúrmei-stöff, geri svona pottþétt aftur og þá með öðru tvisti.

Einkunn: 9,0

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s