Inceptionkökur

Inception-kökurnar. Þessar eru rosalegar! Fékk uppskriftina lánaða frá Nigellu vinkonu minni, hún var hjá mér um helgina.

Innihald:
125 gr 70% súkkulaði (bráðið)
150 gr hveiti
30 gr kakó (sigtað)
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
125 gr smjör (mjúkt)
75 gr ljós púðursykur
50 gr sykur
1 tsk vanilludropar
1 egg
350 gr dökkir súkkulaðibitar

Aðferð:
1. Hitið ofninn í 170°c og bræðið 70% súkkulaðið yfir vatnsbaði.
2. Blandið hveiti, kakó, matarsóda og salti saman í skál.
3. Hrærið sykrunum og smjörinu vel saman og setjið síðan bráðnaða súkkulaðið saman við og hrærið vel.
4. Hrærið egginu saman við vanilludropana áður en þið setjið það útí deigið.
5. Smátt og smátt fara þurrefnin útí og súkkulaðibitarnir í endann.
6. Notið matskeið og setjið ca 12 fjöll á plötu (ekki fletja)
7. Bakist í ca 15-20 mín.

Þetta er svona súkkulaði-í-súkkulaði-í-súkkulaði þess vegna kalla ég þetta Inception kökurnar.

Einkunn: 9,0, þetta er svakalegt gúmmelaði!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s