Jólarískökur

Ég sá á internetinu að Hrefna Sætran var að gera jóla-rískökur. Ég ákvað í framhaldinu að gera mitt tvist. Jóla RiceKrispies gúmmelaði.

Innihald:
200gr suðusúkkulaði
100 gr smjör
7 msk sýróp
1 msk kanill
1/2 tsk negull (malaður)
1 dl rúsínur
1 tsk Vanilludropar
Slatti af Rice Krispies
Heslihnetu-flögur
Flórsykur

Aðferð:
Bræða súkkulaði í vatnsbaði
Hræra saman við smjörið (best að vera búinn að skera það í bita)
Bæta við sýrópinu, kanil, negul, rúsínum og dropum.
Hræra vel saman.
Bæta við Rice Krispies-inu (eins mikið og maður vill hafa)
Þekja bökunarform með heslihnetuflögum
Hella blöndunni yfir og pressa vel niður.
Sigta flórsykur yfir
Setja í ísskáp og hvolfa svo úr ca klst síðar.
Skera í bita og servera, smakkast vel með þeyttum rjóma og sterku kaffi.

Einkunn: 8,0 dísætt gúmmelaði

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s