Þessi tekur dáldin tíma í undirbúningi. Pizza með heimatilbúinni bbq-sósu, kjötbollum, bacon, rauðlauk og gulum baunum.
Ég gerði botninn frá grunni:
4 dl hveiti
3 dl heilhveiti
1 pakki þurrger
2 dl heitt vatn
2 dl bjór
1 msk ólívuolía
2 msk hunang
1 tsk salt
Í kjötbollurnar setti ég mulið Ritz-kex, blaðlaukssúpu, ferskt basil, svartan pipar og hvítlauk. Gerði nóg, notaði helming og setti rest í frystinn til að flýta fyrir næst.
BBQ-pizzasósan var ótrúlega góð, í hana setti ég grillaða tómata í dós, gúrmei bbq-sósu, hvítlauk, ferskt chilli, ferskt basil, svartan pipar. Allt sett í blender og restin í krukku, góð til að dýfa í seinna. Ofboðslega góð sósa.
Bakaði pizzuna í 15 mínútur við 200°c og áður en ég serveraði hana þá setti ég eitt basil lauf á hverja sneið.
Einkunn: 8,5, djúsí stöff.