Wellington, taka 2

Jóladags Wellington steikin var rosaleg. Ég fékk gríðarlegt magn af gúrmei matarvörum í jólagjafir og færi ég ættingjum og vinum bestu þakkir. Ég fékk meðal annars sterkt sinnep með trufflusveppaolíu, ég smurði nautalundina með því og í fyllinguna notaði ég skarlottulauk, sveppi og chestnuts sem komu með sendingu frá Skotlandi (skrítið að þetta fáist ekki hérna).

Lundin sjálf er þýsk og var kept frosin í Hagkaup, hún þiðnaði í rólegheitum í ísskápnum í 2 sólahringa og hálfan til viðbótar við stofuhita. Snyrti hana svo vel, var meira af fitu og sinum á henni heldur en þegar maður kaupir ferskt hérna. Steikti á pönnu til að loka henni + salt og pipar. Smurð með sinnepinu góða, sveppir, laukur og hnetur fóru í matvinnsluvél og makað svo á steikina. Þessu var síðan pakkað rækilega inn í smjördeig og bakað við 200°c þar til kjarnahitinn fór í 60°c. Serverað með kartöflusalati, kartöflustráum, bearnaise og sveppasósu.

Einkunn: 9,0 þetta heppnaðist mun betur núna og klárlega einn af toppum ársins hjá TB.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s