Kjúklingasalat með bacon og eggjum

Kjúklingasalat með baconi, eggjum og granateplum.

Innihald:
4 Kjúklingabringur
Slatti af brauðrasp
Krydd að eigin vali
1 Hrátt egg
3 Harðsoðin egg, skorin í blóm
6 sneiðar vel stökkt Bacon
Hálft granatepli
Blandað klettasalat
2 rifnar gulrætur
1 sætur chilli
1 Rauðlaukur

Blandið saman kryddinu og raspinum (ég notaði Mesquite, chilli og hvítlauk) bringurnar eru skornar í jafnstóra bita, velt upp úr hráu eggi og dýft í raspinn. Sett í eldfast mót og í ofn 200°c í ca 45 mín. Öllu er síðan raðað snyrtilega í fallega salatskál, bacon bragðið og granateplin tala rosa vel saman, sérstaklega ef maður er með fetaost með. Ég var svo með bbq sósu og jógúrtssinnepssósu með þessu.

Einkunn: 8,5 obbosins salat!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s