Þetta er súper einfaldur réttur sem hentar sérstaklega vel til átu samhliða bjórdrykkju. Maður getur líka látið stemmingu ráða hverju maður bætir í hann.
Í þetta skiptið setti ég í þessari röð:
Rjómaostur
Salsa
Kjúklingur (eldaður)
Rauðlaukur
BBQ Doritos
Maísbaunir
Rifinn ostur
Rfiinn piparostur.
Kjúklingurinn er fyrst steiktur á pönnu alveg í gegn og ég kryddaði með ferskum hvítlauk, þurrkuðum chilli og cajun bbq kryddi.
Síðan er þessu raðað í eldfast mót og sett í ofn í ca 15 mín á 180°c.
Það er hægt að servera hrísgrjón með þessu en ég sleppti því og var bara með rucola salat með fetaosti og sýrðan rjóma.
Gúrmei laugardagsstöff!