Parmesan ostakex

Image

Þessari uppskrift var laumað að mér í gegnum flóknar leiðir og ég tek fram að ég á ekkert í henni, en ég mátti til með að prófa:

100gr kalt ósaltað smjör
100gr hveiti
salt
slatti af cayenne-pipar dufti
1,5tsk sinnepsduft
50gr fínrifinn þroskaður cheddar
50gr fínrifinn parmesan
1 hrært egg
Sesam (á toppinn)
Chilliflögur (á toppinn)

– Smjör og hveiti er blandað saman í matvinnsluvél. Restinni er síðan blandað saman einu af öðru, þegar deigið þykknar þarf að rykkja aðeins.
– Deiginu er vafið í plast og sett í kæli í ca hálftíma
– Deigið flatt út (hveiti undir) og litlar kökur skornar út. Þær hefast náttúrulega ekki neitt þannig að gott að hafa í huga varðandi þykktina.
– Raðað á tvær plötur, penslað með eggi og sesam eða chilli flögum dreift ofan á. Rifinn parmesan síðan þar yfir.
– Bakað í 10 mínútur við 180°c

Þetta er rosalegt kex og bragðast dásamlega með bláberjasultu og dökkum jólabjór.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s