Ég ligg svoleiðis yfir kokkaþáttum og sérstaklega Nigellu þáttum yfir jólahátíðarnar og hún var að gera seigar enskar smákökur í einum þættinum og þá datt mér þetta twist í hug, kaffi og piparmynta. Þetta bragðast líka svona ljómandi vel en verð að viðurkenna að ég var pínu stressaður með þetta!
175 gr hveiti
100 gr bráðið smjör
220gr púðursykur
1 egg
1 msk heitt vatn
0,5 tsk lyftiduft
0,5 tsk matarsódi
smá salt
1 pakki dökkir súkkulaðidropar
hálft glas piparmyntudropar
Smá kaffilíkjör (má sleppa)
Skrautsykur (má sleppa)
Smjörið, sykurinn, vatnið og eggið er hrært vel saman í þykka brúna leðju. Droparnir og líkjörnum bætt útí og þurrefnum blandað vel saman. Súkkulaðidropunum bætt útí og mixað vel.
Sett með teskeið á plötu með góðu millibili (þær dreifa sér dálítið), bakað við 180°c í ca 10 mínútur, alls ekki of lengi.