Mig langaði að prófa eitthvað öðruvísi, í Ameríkunni er voða vinsælt að nota pistasíur í baksturinn. Þessi uppskrift er í raun bara venjuleg smáköku-uppskrift að viðbættum búðingi, berjum og hnetum og ábyggilega hægt að nota alls konar útgáfur af grunndeiginu.
150 gr smjör
100 gr púðursykur
120 gr sykur
200 gr hveiti
0,5 tsk matarsódi
0,5 tsk lyftiduft
0,5 tsk salt
1 pk Royal karamellubúðingur
1 egg
2 tsk vanilludropar
2 dl mjólk
100 gr trönuber
100 gr pistasíukjarnar
grænn matarlitur
Sykur og smjör hrært vel saman, eggi, vanilludropum og mjólk bætt útí og hrært vel. Þurrefnum sallað útí.
Trönuberin og pistasíurnar fara svo í restina.
Bakað við 180°c í ca 10 mínútur.
Þetta eru rosa sætar kökur en með svona aðeins öðruvísi keim en flestar aðrar jólakökur sem eru að kafna í vanillu eða súkkulaðibragði.