Hvíthyskis-sörur

Image

Ég elska góðar sörur um jólin…ég elska enn meira hvíthyskis-sörurnar mínar. Þetta er ósköp einfalt, smyrjið hnetusmjörsblöndu á ritzkex, hellið bráðnu súkkulaði yfir, stráið heslihnetum yfir, geymið í kæli og reynið að geyma þær þar í smá tíma (það er erfitt, þær eiga það til að klárast).

Innihald:

Ritzkex

Hnetusmjör

Sterkt kaffi (til að blanda í hnetusmjörið)

Suðusúkkulaði, bráðið (með smá rjómasúkkulaði og vanillusykri)

Heslihnetukurl

Færðu inn athugasemd