BBQ kjúklingasalat með camenbert og bláberjum

Image

Þetta salat er létt, brasað og rosalega bragðgott.

Kjúklingur:
3 kjúklingabringur
1 egg
Raspur
BBQ krydd
Salt og pipar
Hvítlaukssalt

Bringurnar eru skornar í jafna bita, velt upp úr eggi og síðan úr raspblöndu (kryddunum blandað saman við). Sett í olíusmurt eldfast mót og bakað í ca 50 mín.

Salat:
Spínat
Gul paprika
Bláber
Rauðlaukur
Camenbert
BBQ-smurt stökkt bacon

Baconið er skolað með vatni og síðan smurt með bbq, sett á bökunarplötu og í ofn þar til orðið stökkt og pínu brennt. Klippt niður í salatið.

Dressing:
18% sýrður rjómi
Raspaður hvítlaukur
Dass af ólívuolíu
2 msk hunang
Salt og pipar

Öllu hrært saman og leyft að standa smá í ísskáp.

Baoncið og kjúklingurinn tala vel saman, bláberin ríma við ostinn sem tónar vel við bbq-ið, þetta er rosalegt!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s