Eftir allt kjöt og súkkulaðiát hátíðanna fannst mér ég verð að tjúna mig niður, ekkert bacon eða bras.
Ég gerði tilraun til að borða mötuneytisfisk í hádeginu og fékk heilan beinagarð uppí mig og missti matarlystina.
Ég varð að fá eitthvað létt og gott og gramsaði í skápunum, niðurstaðan varð pasta með tómat-pastasósu, kirsuberjatómötum, hvítlauk, maísbaunum, feta og parmesan.
Ristað brauð með smjöri með.
Þetta hitti algjörlega naglann á höfuðið.