Einhvern veginn tekst mér alltaf að koma mínum þremur undirstöðu brögðum heimsins í alla mína rétti, nefninlega:
BBQ bragð
Hnetur eða hnetusmjör
Bacon
Baconið fékk þó að hvíla í dag. Ég átti sæta kartöflu, sætar kartöflur fara fljótlega að bætast í þennan flokk, skornar í bita, 4 hvítlauksgeirum (í heilu lagi) og væn klípa af smjöri, kryddað með góðu salti og smá pipar og í ofn í ca klukkutíma.
Svo fann ég BBQ-wings krydd afgang, ég skar niður eina kjúklingabringu, setti í poka, kryddið í pokann og hristi vel og steikti síðan í herra Foremann.
Núðlurnar fann ég aftast í skápnum, soðnar og blandað saman við tælenska hnetu- og kókossósu.
Barbíkjú og hnetubragðið fer svo vel saman og ég setti smá sesam hnetur yfir allt til að fá smá crunch. Hvítlaukurinn verður dásamlega sætur og þetta einhvern veginn tónaði allt vel saman.
Jei!