Grillaður maís með chilli mæjó og parmesan

Ég er rosa hrifinn af gulum baunum a.k.a. maísbaunum, ég elska líka maísstöngla, soðna, grillaða, frosna og ferska.
2015-06-28 19.01.01

Núna er hægt að fá ferskan maís í flestum verslunum, sem sagt í hýði og það er tilvalið að skella þeim beint á grillið, engin álpappír og ekkert vesen, þegar maísinn hefur fengið að dúsa á heitu grilli í ca 10 mínútur og verið snúið einu sinni þá er hann afhýddur. Það er í góðu lagi þó það kvikni í blöðunum, maísinn skaðast ekki.
Þegar maísinn hefur verið afhýddur er penslað smá smjöri yfir og skellt aftur á grillið og snúið reglulega í ca 3 mín.

Síðan er hann smurður með chilli mæjónesinu:
1 dós Hellmans mæjónes
Safi úr tveimur lime-um
Gróft salt
Chilli flögur
2015-06-28 16.51.182015-06-28 16.53.55
Síðan er maísnum með mæjónesinu á velt upp úr rifnum parmesan.
2015-06-28 17.04.47
Þetta er gómsætt og skemmtilegt tvist á annars frekar einfaldan hliðardisk.

2015-06-28 19.00.49

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s