Sumarsalat þarf að innihalda eitthvað exótískt, mangó, ber eða jafnvel grillaðan maís og sætar kartöflur.
Í þessu salati er:
Spínat
Rauðlaukur
Kirsuberjatómatar
Avocado
Grillaðir maísstönglar (skafinn)
Grillaður Teriyaki kjúklingur
Bakaðar sætar kartöflur
Fetaostur
Sætu kartöflurnar eru skornar í teninga og settar í fat með olíu, smjöri, reyktu paprikukryddi, salti og rósmarín. Bakað í 45 mínútur.
Tvær kjúklingabringur skornar þvert, marineraðar í Teriyaki sósu og grillaðar, láta þær hvíla í 10 mínútur og skornar í hæfilegar sneiðar.
Maísinn er grillaður með hýðinu við funhita í 15 mínútur, þá er hann afhýddur, penslaður með ólívuolíu og settur aftur á grillið í smá stund. Síðan er maísinn skafinn af kólfinum.
Avocado-ið er svo skorið í væna bita, passa að hafa það vel mjúkt.
Þetta salat er algjört sumar-laugardags-gæðafæði.